Sprunguviðgerðir
Ef sprungur eru til staðar og eru að skila raka eða leka inn í húsnæði þá er hægt að þétta þær með inndælingu. Básfell hefur sérhæft sig í sprunguviðgerðum síðan 1984 og notar aðeins Webac inndælingarefni.
Þegar kemur að því að laga leka í sprungum þarf að skoða hversu opnar sprungurnar eru og hvort þær þurfi einungis þéttingu eða styrk sömuleiðis. Ef einungis er þörf á þéttingu er hægt að nota Webac Polyurethane efni fyrir sprungur og steypuskil. Ef þörf er á styrk og límingu er notast við epoxy efni frá Webac.
Við gefum föst verðtilboð og berum ábyrgð á vinnunni okkar.